|
Við höfum verið mikið að æfa með Firenzu hinni ítölsku og á morgun uppskerum við ávöxt erfiðis okkar. Sýningin verður í Hafnarhúsinu klukkan 21 annað kvöld og laugardagskvöld og ber nafnið
Vera-við berjumst með ástina að vopni.
Sýningin er utandyra, þannig að gestir eru hvettir til að koma vel klæddir. Miðaverð er 1500 krónur en 1000 fyrir nema og ellilífeyrisþega.
Sýningin er í samvinnu við þessa ítölsku, leiklistardeild listaháskólans og einhverja fleiri. Þetta verður geggjað! Þemað eru ástandsárin og við erum öll í veð úthugsuðum og samræmdum búningum frá þessu tímabili (allavega líta þeir út fyrir að vera frá því tímabili). Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið. Ef sýningin gengur vel fær nefnilega leikfélagið eitthvað í sinn vasa! Það kemur sér vel þegar kemur að uppsetningu leikritsins eftir áramót.
Sjáumst hress og kát (eins og slát)
skrifað af Runa Vala
kl: 16:35
|
|
|